KnittingforAría
Gígja - Fullorðinspeysa
Gígja - Fullorðinspeysa
Couldn't load pickup availability
Gígja fullorðinspeysa er fullorðins týpan af opnu Gígju peysunni minni.
Hún er opin í miðju með i-cord hálsmáli og i-cord snúrum til að binda hana saman. Hún er
með i-cord affellingu á ermum og með fallegt munstur að neðan sem er einkennandi fyrir
Gígju línuna. Peysan er áætluð að hafa um 20cm slaka, sem er gott að hafa í huga þegar
ákveðið er stærðina.
Stærðir: X-small, small, medium, large, x-large og 2x-large
Ummál (mælt undir höndum) : 104 cm, 112 cm, 120 cm, 128 cm, 135 cm og 142cm
Prjónar: Tveir hringprjónar nr. 4,5 og 5,5 (60 og 80cm) Sokkaprjónar nr. 4,5 og 5,5
Prjónfesta: 14 L = 10 cm
Garn: Fine Merino frá og Baby Silk Yak frá Vetrargarni
Magn af garni:
450 gr, 500 gr, 550 gr, 550 gr, 600 gr, 650 gr af Fine merino
100 gr, 125 gr, 125 gr, 150gr, 150 gr, 175 gr af Baby Silk Yak
*magn af garni er aðeins viðmið þar sem við prjónum öll mis fast/laust
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd opnast gluggi þar sem hægt er að hala niður uppskriftinni á PDF-formi
Hönnuður: Ásgerður Hlín Þrastardóttir
Netfang: knittingforaria@gmail.com
Instagram: @knittingforaria
Share
