Um okkur

Momknits er vefsíða sem selur prjónauppskriftir. 

Á bakvið Momknits eru hönnuðirnir, hugmyndasmiðirnir og vinkonurnar Ásgerður Hlín og Vilborg Pála, sem selja uppskriftir undir nöfnunum KnittingforAría og Vilborgknits.

Við erum báðar ungar mæður og eignuðumst báðar okkar fyrsta barn 2021, Vilborg sitt annað barn 2022 og það þriðja 2024. Við elskum að prjóna og langaði báðum í grunninn að búa til sérstakar flíkur á litlu molana okkar sem vatt svona uppá sig. 

Við kynntumst árið 2021 í gegnum prjónið og seldum báðar til að byrja með uppskriftirnar okkar á öðrum vettvangi. Hugmyndin af Momknits varð svo til í kjölfarið af því að sá vettvangur lokaði. 

Við leggjum mikið upp úr skýrum, fallegum og skemmtilegum uppskriftum, aðallega fyrir börn. 

Við hlökkum til komandi tíma með Momknits!