KnittingforAría
Gígja - Barnakjóll
Gígja - Barnakjóll
Couldn't load pickup availability
Kjóllinn er prjónaður ofan frá og niður, fyrst fram og til baka og síðan tengdur í hring. Hann er opin í bakið með i-cord hálsmáli og i-cord snúru í mittið. Síðast en ekki síst er hann með i- cord affellingu á ermum og fallegt munstur að neðan sem er einkennandi fyrir Gígju línuna.
Stærðir: 2-3 ára, 3-4 ára, 4-5 ára, 5-6 ára, 6-7 ára, 7-8 ára og 8-9 ára
Ummál (mælt undir höndum) : 60 cm, 63 cm, 67 cm, 70 cm, 74 cm, 77 cm og 79 cm
Prjónar: Hringprjónn nr. 4 (40 og 60cm) Sokkaprjónar nr. 4
Prjónfesta: 22 L = 10 cm
Garn: Fine Merino frá Vetrargarn
Magn af garni: 400gr, 400gr, 450gr, 500gr, 550gr, 600gr, 650gr
*magn af garni er aðeins viðmið þar sem við prjónum öll mis fast/laust
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd opnast gluggi þar sem hægt er að hala niður uppskriftinni á PDF-formi
Hönnuður: Ásgerður Hlín Þrastardóttir
Netfang: knittingforaria@gmail.com
Instagram: @knittingforaria
Share







