Frændi - ungbarnasett
Frændi - ungbarnasett
Í Frænda ungbarnasettinu er peysa, buxur og hjálmahúfa.
Settið var prjónað sem heimferðarsett á systurson minn sem fæddist sumarið 2023.
Stærðir: 0-3 mán, 3-6 mán, 6-9 mán og 9-12 mán
Prjónfesta: 28 L = 10 cm
Prjónar: Hringprjónn nr. 3 og sokkaprjónar nr. 3
Tillaga að garni: Wolly light frá jord clothing, Merino frá knitting for olive eða Sunday frá sandes
Frændi ungbarnapeysa
Peysan er opin í miðju með tölum og er prjónuð ofan frá og niður, fram og til baka með fallegu og einföldu munstri við hnappalistann. Hnappalistinn er prjónaður eftir á.
Stærðir: 0-3 mán, 3-6 mán, 6-9 mán og 9-12 mán
Ummál: 47 cm, 49 cm, 54 cm, 58 cm
Lengd: 27 cm, 29 cm, 31, cm, 34 cm
Prjónfesta: 28 L = 10 cm
Prjónar: Hringprjónn nr. 3 og sokkaprjónar nr. 3
Tillaga að garni: Wolly light frá jord clothing, Merino frá knitting for olive eða Sunday frá sandes
Magn af garni: 100 gr í öllum stærðum
*magn af garni er aðeins viðmið þar sem við prjónum öll mis fast/laust
Frændi ungbarnabuxur
Buxurnar eru prjónaðar ofan frá og niður, með i-cord snúru í mittið og fallegu munstri sitthvoru megin niður buxurnar.
Stærðir: 0-3 mán, 3-6 mán, 6-9 mán og 9-12 mán
Ummál: 38 cm, 41 cm, 43 cm, 45 cm
Lengd: 30 cm, 34 cm, 38 cm, 42 cm
Prjónfesta: 28 L = 10 cm
Prjónar: Hringprjónn nr. 3 og sokkaprjónar nr. 3
Tillaga að garni: Wolly light frá jord clothing, Merino frá knitting for olive eða Sunday frá sandes
Magn af garni: 50 gr, 100 gr, 100 gr, 100 gr
*magn af garni er aðeins viðmið þar sem við prjónum öll mis fast/laust
Frændi ungbarnahúfa
Húfan er klassísk hjálmahúfa með fallegu munstri að framan sem er einkennandi í þessu setti.
Stærðir: 0-3 mán, 3-6 mán, 6-9 mán og 9-12 mán
Ummál: 36 cm, 38 cm, 40 cm, 42 cm (ath. þetta er ummál húfu en ekki höfuðmál barns)
Lengd: 14 cm, 15 cm, 16 cm, 17 cm
Prjónfesta: 28 L = 10 cm
Prjónar: Hringprjónn nr. 3 og sokkaprjónar nr. 3
Tillaga að garni: Wolly light frá jord clothing, Merino frá knitting for olive eða Sunday frá sandes
Magn af garni: 50 gr í öllum stærðum
*magn af garni er aðeins viðmið þar sem við prjónum öll mis fast/laust
Erfiðleikastig: 3
Þegar greiðsla hefur verið framkvæmd opnast gluggi þar sem hægt er að hala niður uppskriftinni á PDF-formi
Hönnuður: Ásgerður Hlín Þrastardóttir
Netfang: knittingforaria@gmail.com
Instagram: @knittingforaria